Beint í efni
En

Mjólkursamsalan er framúrskarandi fyrirtæki 2023

Mjólkursamsalan hlaut á dögunum útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2023 og er óhætt að segja að við séum stolt yfir þessari miklu viðurkenningu en aðeins 2% fyrirtækja teljast framúrskarandi. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Að baki viðurkenningarinnar liggur bæði mikill undirbúningur og markviss vinna enda eftirsóknarvert að komast í þennan góða hóp íslenskra fyrirtækja.

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem sett eru fram af Creditinfo og leggur MS mikinn metnað í að standast þær kröfur sem til okkar eru gerðar. Fyrirtæki þurfa t.a.m. að hafa skilað ársreikningi til RSK á réttum tíma, vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) auk jákvæðrar ársniðurstöðu árin 2020-2022 og eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að hafa verið 20% síðustu tvö ár. Til viðbótar þurfa stærri fyrirtækin að standast ákveðnar kröfur um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni til að vera gjaldgeng á listann.

Um leið og við þökkum Creditinfo fyrir okkur viljum við óska öllum fyrirtækjunum sem fengu samskonar viðurkenningu innilega til hamingju með árangurinn.