Mjólkursamsalan - Íslenskt skiptir máli
Mjólkursamsalan er eitt sex íslenskra þátttökufyrirtækja í átakinu Íslenskt skiptir máli en markmið þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi íslenskrar framleiðslu og hvetja neytendur til þess að styðja við hana með því að velja íslenskar vörur. Mjólkursamsalan hefur um áratuga skeið framleitt úrval mjólkurvara og er Kókómjólkin ein þeirra. Til að gefa okkur smá hugmynd um það hvernig hlutirnir gætu verið ef ekki væri fyrir innlenda framleiðslu er Kókómjólkin okkar hér komin í danskan búning og Klói farinn að tala dönsku. Þegar þú kaupir íslenskt stuðlar þú að fjölbreyttu vöruúrvali, styrkir íslenskt hugvit og skapar samfélaginu störf. Það skiptir máli. Íslenskt skiptir máli er sameiginlegt markaðsátak sex íslenskra fyrirtækja með áratuga reynslu af framleiðslu matvæla. Fyrirtækin eru Mjólkursamsalan, Ölgerðin, Nói Síríus, Kjörís, Sælgætisgerðin Freyja og Gæðabakstur Nánari upplýsingar má finna á vef átaksins - Íslenskt skiptir máli