Beint í efni
En

Úrslitaleikur Mjólkurbikar karla

Hvaða lið lyftir Mjólkurbikarnum í lok sumars?

Eftir stórkostlegt fótboltasumar styttist óðum í langþráða úrslitastund í Mjólkurbikar karla en sjálfur bikarúrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 16. september þegar Víkingur R. og KA mætast. Víkingur er á leið í úrslit fjórða skiptið í röð og hefur liðið verið bikarmeistari samfleytt frá 2019 en keppnin 2020 var ekki kláruð vegna Covid. KA er á leið í bikarúrslit í fjórða sinn en 19 ár eru liðin frá því síðast og því má telja ansi líklegt að KA menn mæti ákveðnir til leiks tilbúnir að hrifsa Mjólkurbikarinn af Víkingum.

Framundan er spennandi leikur þar sem leikmenn og stuðningsfólk munu gefa allt sitt í verkefnið og óhætt að lofa rífandi stemningu, baráttu og leikgleði frá upphafi til enda. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn í rauðu eða gulu, styðja við bakið á sínu liði og klára fótboltasumarið með stæl. Leikurinn hefst kl. 16:00 og fyrir þau sem ekki komast á völlinn verður hann að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Mjólkin gefur styrk.