Beint í efni
En

Minni plastnotkun hjá MS

Nú hefur MS stigið stórt skref í átt að umhverfisvænni umbúðum og minnkað plastnotkun til mikilla muna. Ísey skyr 170 g, KEA skyr 200 g og Léttmál 180 g eru nú án plastloks og pappaskeiðar og er þetta stóra skref liður í þeirri stefnu MS að draga úr plastnotkun en rannsóknir sýna að Íslendingar eru að venjast því að nota fjölnota skeiðar eftir að plastskeiðarnar voru bannaðar. Hvert skref í þessa átt er gott skref og mun MS halda áfram þeirri vinnu að draga úr plasti í umbúðum eins og kostur er án þess þó að það bitni á geymsluþoli varanna en skyrið er viðkvæm vara og plastið best til þess fallið að halda viðhalda gæðum og geymsluþoli þess.