Mascarpone í nýjum umbúðum
Íslenskur mascarpone ostur er nú kominn í nýjar umbúðir undir merkjum matargerðarlínu MS sem nefnist Gott í matinn. Mascarpone er rjómaostur sem hefur verið framleiddur á Íslandi frá árinu 1995 en hann á ættir sínar að rekja til Ítalíu. Frægasti rétturinn sem osturinn er notaður í er án efa ítalski eftirrétturinn tiramisu. Hann er einnig mikið notaður í ýmsar ostakökur, pasta- og kjúklingarétti og í bakstur svo eitthvað sé nefnt.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.