Beint í efni
En

Mandarínusæla frá Ísey skyr

Ísey skyr kynnir nýja og spennandi sérútgáfu sem gleður bragðlaukana en um er að ræða sannkallaða Mandarínusælu sem verður einungis á markaði í takmarkaðan tíma. Mandarínusælan er fersk og sæt en umfram allt próteinrík og stútfull af næringarefnum. Breiðamerkursandur skartar sínu fegursta á umbúðunum en þær eru úr þynnra plasti en áður með pappahólk utan um sem einfalt er að taka í sundur og skila til endurvinnslu. Við vonum að skyrunnendur taki þessari nýju sérútgáfu vel og njóti þess að gæða sér á silkimjúku og bragðgóðu mandarínuskyri.