Beint í efni
En

Kókómjólk með hvítu súkkulaði

Klói kynnir með stolti - Kókómjólk með hvítu súkkulaði

Jólin koma með Klóa sem færir okkur hvít jól þetta árið en í tilefni þess að 50 ára afmælisár Kókómjólkur er senn á enda bjóðum við nú í fyrsta sinn upp á sérstaka hátíðarútgáfu af Kókómjólk. Um er að ræða Kókómjólk með hvítu súkkulaði og er Klói klæddur í hvít kjólföt á umbúðunum enda heldur betur tilefni til að skella sér í sparigallann við svona merk tímamót.

Kókómjólk með hvítu súkkulaði er frábær ein sér, ljúffeng hituð upp með þeyttum rjóma, pottþétt með pylsunni og svo má auðvitað njóta hennar með hverju því sem hugurinn girnist. Við hlökkum til að kynna þessa spennandi vörunýjung fyrir landsmönnum í byrjun desember en hátíðarútgáfan verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma.