Jólavörur MS - leyfum okkur smá...
Jólavörur MS eru nú allar komnar í verslanir en þær hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda undanfarin ár og orðnar fastur liður í aðdraganda jóla hjá mörgum þar sem þær lífga upp á skammdegið og gleðja börn og fullorðna.
Þær vörur sem um ræðir eru Jólaengjaþykkni, Jólajógúrt, Jólaostakaka, Hátíðarostur, Jóla-Yrja, Jóla-Brie og Jóla gráðaostur, að ógleymdri Jólamjólkinni en mjólkurfernur frá MS prýða um þessar mundir myndir af jólasveinunum þrettán eftir myndlistarmanninn Stephen Fairbairn.
Á vefnum okkar jolamjolk.is er að finna myndir og upplýsingar um jólasveinana, rafræn jólakort og litabók og frá 1.-24. desember verður skemmtilegt dagatal með laufléttum spurningum þar sem heppnir þátttakendur geta unnið spennandi verðlaun.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.