Beint í efni
En

Skemmtilegt jóladagatal á jolamjolk.is

Skemmtilegt jóladagtal er á jolamjolk.is sem allir geta tekið þátt í. Þátttakendur geta opnað nýjan glugga með laufléttum spurningum á hverjum degi til jóla og verða heppnir vinningshafar dregnir út í upphafi nýs árs og verðlaunaðir með spennandi vinningum.

Á vefnum má jafnframt finna jólasveinamyndir til útprentunar, einfalda leiki, söngtexta og fleira skemmtilegt en jólasveinamyndir Stephens Fairbarns njóta mikilla vinsælda meðal fólks á öllum aldri og upplagt að nota þær sem innblástur fyrir jólaföndur með fjölskyldunni.