Beint í efni
En

Jólamjólkin komin í verslanir

Í huga margra hring­ir jóla­mjólk­in inn jó­laund­ir­bún­ing­inn en fern­urn­ar hafa verið vin­sæl­ar í jóla­fönd­ur þar sem jóla­svein­arn­ir eru klippt­ir út og notaðir í ým­is­kon­ar fönd­ur.

Jafn­framt verður haldið úti vefn­um jolamjolk.is en þar má meðal ann­ars finna lita­bók sem hægt er að prenta út auk þess sem þar opn­ast jóla­da­ga­tal hinn 1. des­em­ber sem all­ir geta tekið þátt í. Þátt­tak­end­ur geta opnað nýj­an glugga með lauflétt­um spurn­ing­um á hverj­um degi til jóla og verða heppn­ir vinn­ings­haf­ar dregn­ir út í upp­hafi nýs árs og verðlaunaðir með spenn­andi vinn­ing­um.

Jóla­mjólk­ur­um­búðirn­ar verða í versl­un­um lands­ins fram und­ir ára­mót og von­um við að lands­menn taki fagn­andi á móti jóla­svein­un­um líkt og und­an­far­in ár.