Beint í efni
En
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun

Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun

Íslenska kokkalandsliðið gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um er að ræða fyrri keppnisgrein liðsins af tveimur, svokallað Chef‘s Table þar sem liðið þurfti að framreiða sjö rétta hátíðarkvöldverð fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina og við erum stolt að liðið velji Ísey skyr og aðrar mjólkurvörur frá MS. Seinni keppnisgrein liðsins kallast Hot Kitchen þar sem liðið þarf að útbúa þriggja rétta matseðil með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldaður er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti.

Mjólkursamsalan óskar Kokkalandsliðinu innilega til hamingju með gullverðlaunin og sendir liðinu sínar bestu stuðningskveðjur fyrir seinni keppnisdaginn.

Íslenska kokkalandsliðið hefur síðustu ár skipað sér meðal þeirra færustu í matreiðslu og er nú meðal 6 bestu kokkalandsliða heims. Í liðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson.