Beint í efni
En

Ísey skyr sópar að sér verðlaunum

Ísey skyr Crème brûlée vann sérstök heiðursverðlaun á matvælasýningunni International Food Contest sem haldin var í Herning í Danmörku í byrjun október. Ísey skyr Crème brûlée var valin Besta mjólkurvaran í flokki neysluvara (International Food Contest – Konsum kategori) og sigraði þann flokk með glæsibrag. Þetta er í fjórða sinn sem íslensk vara hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en MS vann þau árið 2017 fyrir Ísey skyr með bökuðum eplum, 2012 fyrir Kókómjólk og 2022 fyrir Ísey skyr Crème brûlée. Til viðbótar unnu Ísey skyr með kókos, Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði til gullverðlauna og Ísey skyr skvísur með bláberjum til bronsverðlauna.

Eigendur og starfsmenn Mjólkursamsölunnar eru með eindæmum stoltir af góðum árangri á alþjóðavettvangi en ekki síður af þeim frábæra hópi fagfólks sem íslenskur mjólkuriðnaður býr yfir á öllum sviðum.