Beint í efni
En

Ísey skyr Púff

Ísey skyr heldur áfram að gleðja skyrunnendur og kynnir nú spennandi nýjung sem á enga sína líka. Púff er létt og loftkennt skyr sem unnið er með nýrri framleiðsluaðferð. Áferðin á nýja skyrinu er frábrugðin því sem fólk hefur vanist og kemur skemmtilega á óvart en það er bæði létt í munni og maga. Þrjár spennandi bragðtegundir koma á markað í einu og þær eru hver annarri betri: saltkaramella, kaffi og súkkulaði og jarðarber og límóna. Allar bragðtegundir eru laktósalausar. Ísey skyr Púff kemur í nýjum endurvinnanlegum umbúðum en dósin er úr þynnra plasti en áður, með pappahólk utan um og á henni plastlok í stað áloks sem var áður.