Beint í efni
En

Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði fæst nú í 500 g dósum

Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði hefur notið mikilla vinsælda frá því það kom á markað fyrir tveimur árum síðan en bragðtegundin átti aðeins að vera á markaði í takmarkaðan tíma þar sem um var að ræða svokallaða sérútgáfu. Skyrið sló í gegn frá fyrsta degi og í kjölfar mikilla vinsælda fékk skyrið fljótt fastan sess í Ísey skyr vörulínunni. Ánægja fólks með þessa ljúffengu bragðtegund hefur síður en svo minnkað og nú er svo komið að MS hefur svarað kalli neytenda um stærri umbúðir og býður nú upp á 500 g dósir til viðbótar við 170 g dósirnar. Nýju umbúðirnar innihalda minna plast en áður en dós og lok flokkast saman með plasti og pappahólkurinn er tekinn af dósinni og flokkaður með pappa.

Ísey skyr með jarðarberjum smakkast vel eitt og sér en hentar jafnframt einstaklega vel í hvers kyns skyrskálar og dýrindis skyrkökur og því óhætt að segja að það sé ómissandi í ísskápinn.