Beint í efni
En

Ísey skyr Púff með sítrónubragði

Það vakti mikla lukku þegar Ísey skyr Púff var sett á markað fyrr á árinu og óhætt að segja að viðtökur landsmanna hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Púff er létt og loftkennt skyr sem kemur skemmtilega á óvart og nýjasta viðbótin í vörulínunni er Púff með sítrónubragði.

Skyrunnendur hafa margir hverjir óskað eftir skyri með sítrónubragði og því einstaklega ánægjulegt að geta glatt hópinn með þessari spennandi nýjung. Sítrónu Púff er próteinríkt og stútfullt af næringarefnum og þá er skyrið laktósalaust eins og hinar bragðtegundirnar.

Nýja skyrið hentar fullkomlega sem nesti, millimál eða létt kvöldsnarl og svo má mylja yfir dósina gott kex til að búa til einfalda skyrköku eða nota sem fyllingu í ljúffenga tertu. Við mælum með að skyrunnendur prófi þessa bragðgóðu nýjung og hver veit nema einhverjir eignist hér sitt uppáhaldsskyr.