Beint í efni
En
Ísey skyr í útrás til Frakklands

Ísey skyr í útrás til Frakklands

Ísey skyr útrásin heldur áfram og er einstaklega gaman að segja frá því að núna í nóvember bættist Frakkland við í hóp þeirra landa þar sem Ísey skyr er fáanlegt. Það eru um 800 verslanir Casino sem hafa tekið Ísey skyr í sölu og fjölgar þeim í 2000 verslanir þann 1. janúar 2021. Fyrst um sinn samanstendur vöruúrvalið af fimm bragðtegundum í 170 g dósum og tveimur í 400 g dósum og standa vonir til að úrvalið muni aukast jafnt og þétt næstu misseri.

Ísey skyr fæst nú í 20 löndum víðsvegar um heiminn vex hróður þess jafnt og þétt eftir því sem fjölgar í hópnum. Við erum einstaklega stolt af þessum stórkostlega árangi sem náðst hefur enda er um að ræða mikla viðurkenningu fyrir Mjólkursamsöluna og Ísey skyr.