Ísey skyr á Food and Fun 2020
Ísey skyr frá MS er stoltur styrktaraðili matarhátíðarinnar Food & Fun Festival sem fram fer í Reykjavík dagana 4.-8. mars. Kokkar hvaðanæva að úr heiminum heimsækja íslenska veitingastaði og galdra fram stórkostlega rétti fyrir gesti hátíðarinnar en þar er íslenskt hráefni á borð við Ísey skyr að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Kynnið ykkur dagskrána á foodandfun.is og takið þátt í hátíðinni á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #foodandfunreykjavik