Beint í efni
En

Innköllun á Villisveppaosti og Rjómasveppasósu

Tilkynning frá Mjólkursamsölunni og Aðföngum

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla þrjár tilteknar framleiðslulotur af Villisveppaosti. Samhliða hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina tiltekna framleiðslulotu af Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Þessar vörur eru merktar með eftirfarandi hætti:

Villisveppaostur:

Best fyrir:
01.03.2023
08.03.2023
18.03.2023

Rjómasveppasósa:

Best fyrir:
16.10.2022

Ástæða innköllunarinnar er að aðskotahlutir fundust í kryddi sem notað var í framleiðsluna.

Upplýsingar um vörurnar:

Vöruheiti: MS Villisveppaostur
Strikamerki: 5690516059156
Nettómagn: 150 g
Best fyrir dagsetning: 01.03.2023, 08.03.2023 og 18.03.2023
Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
Dreifing: Almenn dreifing um landið

Vöruheiti: Íslandssósur Rjómasveppasósa
Strikamerki: 5690350194617
Nettómagn: 500 ml
Best fyrir dagsetning: 16.10.2022
Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
Dreifing: Allar verslanir Bónus og Hagkaups, auk Hlíðarkaups á Sauðárkróki

Neytendum sem keypt hafa vörurnar með framangreindum dagsetningum er bent á að þeir geta skilað þeim í þá verslun þar sem þær voru keyptar eða snúið sér beint til Mjólkursamsölunnar.

Mjólkursamsalan og Aðföng biðja neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kann að hafa skapast.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn gæðadeildar Mjólkursamsölunnar í síma 450 1100 eða 858 2222. Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri í gegnum netföngin abendingar@ms.is eða upplysingar@adfong.is.