Beint í efni
En

Heimsókn í Skyrland kemur skemmtilega á óvart

Skyrland er nýr áfangastaður í miðbæ Selfoss sem fjallar um matarmenningu Íslands, með sérstaka áherslu á þjóðarréttinn skyr. Skyrland er upplifun sem reynir á öll skilningarvitin og kemur skemmtilega á óvart en ólíkt öðrum gömlum þjóðarréttum okkar Íslendinga hefur skyrið öðlast nýtt líf í nútímanum og er nú í boði á milljónamörkuðum víða um heim. Skyrið okkar á sér einstaka sögu en frá landnámi fram á okkar daga hefur skyrið nært okkur og styrkt í gegnum súrt og sætt. Á safninu er m.a. að finna gagnvirkan snertivegg sem leiðir gesti í gegnum söguna í máli og myndum á magnaðan hátt, heilan torfbæ í smækkaðri mynd sem sýnir sambýli fólks við kýrnar og gefur sýn í líf kvenna sem sáu um mjólkurvinnslu og skyrgerð, einstakt listaverk af goðsagnakenndu kúnni Auðhumlu og fleira og fleira.

Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi erum við þess fullviss um að heimsókn í Skyrland og rölt um nýjan miðbæ Selfoss mun hitta beint í mark hjá þér og þínum því sjón er sögu ríkari.