Beint í efni
En
Hátíðarostur kominn í verslanir

Hátíðarostur kominn í verslanir

Hátíðarosturinn er kominn í verslanir en um er að ræða bragðmeiri brauðost en margir eru vanir og hefur hann verið verið fáanlegur fyrir jólin síðustu ár. Hátíðarostur er ostur sem ostaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara í aðdraganda jólanna en ostinn er bæði hægt að nota sem álegg á brauð og eins er upplagt að hafa hann sem part af ostabakkanum ásamt salami og þurrkuðum ávöxtum.