Beint í efni
En

Hátíðarkveðja frá Mjólkursamsölunni

Nú þegar árið senn á enda er gefst okkur sem störfum hjá Mjólkursamsölunni tækifæri til að líta yfir farinn veg og rifja upp verkefni ársins sem er að líða. Við erum einstaklega þakklát íslenskum kúabændum, eigendum okkar, sem standa vaktina allan ársins hring, og viðskiptavinum sem eru okkur hvatning til góðra verka og taka fagnandi á móti fjölbreyttum vörunýjungum sem MS setur á markað á hverju ári. Um leið og við sendum landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðilega hátíð megum við til með að nefna nokkrar af þeim nýjungum sem komu á markað á árinu 2022, ef ske kynni að einhver þeirra skyldi hafa farið framhjá einhverjum.

  • Orri og Kría - poppað ostakurl frá Ostakjallaranum í samstarfi við Næra
  • Íslenskur Twaróg - ferskur ostur sem á rætur að rekja til Póllands
  • Grísk jógúrt með eplum, perum, kínóa og korni - fimmta varan í Léttmáls línunni
  • Kolvetnaskert Hleðsla í 1l fernu - góð út í kaffi, boozt, út á morgunkornið og hafragrautinn
  • Ísey skyr með tiramisú-bragði - sérútgáfa sem framleidd var í takmarkaðan tíma
  • Ítalskur smurostur - nýr smurostur með ítölskum kryddum bættist í hópinn í október
  • Dala Auður með chili - framleiddur í takmörkuðu upplagi fyrir Ostóber
  • Kjartan með kúmeni, Eva með epli og fíkjum og Fanney með fennelfræjum og fáfnisgrasi - nýir ostar sem kynntir voru til leiks í Ostakjallaranum
  • Logi, cheddar með reykbragði - sneiddur cheddar ostur með léttu reykbragði
  • KEA skyr með bönunum og súkkulaði - KEA skyr sérútgáfa eins og þú hafðir aldrei séð áður
  • 4 osta blanda - ný og spennandi blanda af rifnum osti sett á markað í tilefni af Ostóber

Við hlökkum til að færa ykkur nýjar, bragðgóðar og spennandi vörur á komandi ári og vonum að viðtökur verði jafn góðar og áður.

Gleðileg matar- og samverujól.

Kveðja, starfsfólk Mjólkursamsölunnar