Grjónagrautur án skeiða
Í byrjun júlí tók gildi tilskipun Evrópusambandsins sem bannar einnota plast á borð við hnífapör. Heimilis grjónagrauturinn hefur hingað til verið tilbúinn til að neyta á ferðinni með kanilsykri og plastskeið í toppi en vegna nýju reglnanna þurfti að taka plastskeiðina úr. Sökum þess hversu þykkur grjónagrauturinn er hentuðu lausnir á borð við pappaskeiðar og tréskeiðar ekki og grauturinn er því ekki lengur með skeið í toppi. Kanilsykurinn verður samt á sínum stað svo að það verður áfram hægt að neyta á ferðinni (bara muna að grípa með sér skeið :-) ).
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.