Beint í efni
En

Frísklega Sumarostakakan með sítrónu svalar bragðlaukunum!

Sumarostakakan frá MS Eftirréttum er komin í hillur verslana, en sítrónuþekjan ofan á henni á einstaklega vel við bragðlaukana á sumrin og guli liturinn tónar vel við sólina. Ostakökur eru sígildar og vinsælar sem eftirréttur að lokinni góðri máltíð. Þær eru einnig góðar einar sér með ilmandi kaffibolla, kakói eða ískaldri mjólk. Einnig er mjög gott að bera þær fram með þeyttum rjóma og skreyta þær að vild með blómum og ávöxtum sem tóna við bragðið.

Sumarostakakan er framleidd í takmörkuðu upplagi inn í sumarið og því upplagt að gera vel við sig og gæða sér á gómsætri köku og bjóða fjölskyldunni og vinum í sumarkaffi.

Auðveldlega má fjarlægja álformið utan af kökunni með því að klippa lóðrétt frá toppi og niður að botni og einfaldlega rífa brúnina af. Þá er auðvelt að koma breiðum spaða undir kökuna og flytja hana yfir á fallegan kökudisk.