Beint í efni
En

Framúrskarandi íþróttafólk í nýjum Hleðslu auglýsingum

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður hjá þýska félaginu VFL Wolfsburg og Arnar Pétursson, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum og hlaupaþjálfari, eru andlit nýrrar auglýsingaherferðar Hleðslu íþróttadrykkjar. Tökur á nýjum auglýsingum fóru fram á Reykjanesi í sumar og var íslensk náttúra með Valahnúk og nærumhverfi í forgrunni. Framleiðslufyrirtækið Norður sá um auglýsingagerð í leikstjórn Rúnars Inga og var auglýsingin unnin í góðu samstarfi við auglýsingastofuna Ennemm.

Hleðsla á marga dygga aðdáendur og er ein af vinsælustu vörum MS en fyrir það erum við með eindæmum þakklát. Á sama tíma erum við stolt af því að íþróttafólk í fremstu röð velji drykkinn sem hluta af sínu mataræði og næringu. Hleðsla hentar ekki síður hinum almenna neytanda og öllum þeim sem vilja bæta próteinum í mataræðið sitt en prótein eru mikilvæg til uppbyggingar og viðhalds vöðva og beina.

Frekari upplýsingar um Hleðslu íþróttadrykk.