Beint í efni
En

Framleiðslu á Ísey skyri hætt í Rússlandi

Meðfylgjandi er tilkynning frá Ísey útflutningi ehf., systurfyrirtæki MS.

Ísey útflutningur ehf. hefur rift leyfissamningi við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkjum ISEY-skyr fyrir Rússlandsmarkað. Ísey útflutningur ehf. hefur haft leyfissamninginn til skoðunar undanfarnar vikur vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu. Samningnum hefur nú verið rift og búið er að tilkynna ákvörðunina til forráðamanna IcePro í Rússlandi. Samhliða þessari ákvörðun hefur Kaupfélag Skagfirðinga dregið sig út úr eignarhaldi á félaginu IcePro. Því er ljóst að framleiðslu á skyri undir merkjum ISEY-skyr í Rússlandi verður hætt og þar með er engin starfsemi á vegum þessara fyrirtækja í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands. Árið 2018 hóf framangreint rússneskt félag, í eigu þarlendra aðila og áður Kaupfélags Skagfirðinga, framleiðslu og dreifingu á Ísey skyri í Rússlandi samkvæmt umræddum leyfissamningi sem nú hefur verið rift.

Frekari upplýsingar veita:

einare@iseyexport.is

sigurjon.rafnsson@ks.is