Beint í efni
En

Fossvogshlaup Hleðslu - 24. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu verður haldið fimmtudagskvöldið 24. ágúst við Víkina í Fossvogi en hlaupið var valið götuhlaup ársins 2022 og því óhætt að mæla þessari frábæru hlaupaveislu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Hlaupið byrjar og endar við Víkina og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km. Vegalengdir eru löglega mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands en hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdalnum og hlaupa 5 km hlauparar einn hring og 10 km hlauparar tvo hringi. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km og eftir hlaup fyrir alla þátttakendur.

DJ Dóra Júlía heldur uppi fjörinu í brautinni og í lok hlaups er boðið upp á veglegt kökuhlaðborð í Víkinni. Allir hlauparar sem náð hafa 12 ára aldri eru velkomnir og þá er ekkert eftir en að taka daginn frá og skrá sig.

Nánari upplýsingar og skráning í Fossvogshlaup Hleðslu.