Beint í efni
En
Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi!

Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi!

Keppnin, sem um ræðir, er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 fylkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur.
Í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns.

Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, ásamt framúrskarandi góðu starfshóp þar er fólkið á bakvið Goðdala ostana og er óhætt að segja að Feykir 24+ sé flaggskipið í hópi sælkeraostanna sem þaðan koma. Mikil natni er lögð í framleiðslu á Feyki 24+ og tekur allt ferlið meira en 24 mánuði en það er tíminn sem hann þarf til að ná sínum einstöku eiginleikum í áferð og bragði. „Það telst stórsigur í þessari

keppni að lenda í 8. sæti á fyrsta þátttökuári og er því um að ræða stórkostlegan árangur fyrir íslenska ostagerð, en allir ostarnir eru verðugir fulltrúar heimsmeistaratitilsins. Þarna eru mjólkurfræðingar og ostameistarar sem hafa stúderað þessi keppni og eru með mikinn fjölda osta og mjólkurvara ár hvert,“ segir Jón Þór.

Heimsmeistaratitillinn í ár fór til Mountain Dairy Fritzenhaus fyrir svissneskan Gruyére en í flokknum sem Feykir 24+ keppti í sigraði hollenskur Roemer Sweet frá Van der Heiden Kaas B.V.

Mjólkursamsalan óskar Jóni Þór og KS á Sauðárkróki innilega til hamingju með árangurinn.

Hér má sjá stutta umfjöllun

Myndatexti:Sýnishorn tekið úr Feyki 24+ á Heimsmeistaramóti osta 2022.
Ljósmynd er fengin á vef World Championship Cheese Contest