Beint í efni
En

Baráttan um Mjólkurbikarinn

Það liggur fyrir hvaða tvö lið mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna en Víkingur R. lagði FH 2-1 í fyrri undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna og Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni í vítaspyrnukeppni 4-1 þar sem staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Víkingur er í efsta sæti í Lengjudeild kvenna og á leið í bikarúrslit kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Sigdís Eva Bárðardóttir átti stórleik og skoraði bæði mörk Víkings á móti FH en hún skoraði jafnframt bæði mörk liðsins þegar Víkingskonur slógu Selfoss úr leik fyrr í sumar.

Breiðablik er á toppi Bestu deildar kvenna og hefur félagið 13 sinnum hampað bikarmeistaratitlinum. Eftir bragðdaufan og markalausan fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í undanúrslitunum varð úr hin mesta skemmtun og markaveisla fyrir áhorfendur sem endaði í framlengingu og loks vítaspyrnukeppni þar sem Blikar tryggðu sér sæti í úrslitunum.

Sjálfur úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 12. ágúst og er nokkuð ljóst að þar verður hart barist um Mjólkurbikarinn eftirsótta og spennandi að sjá hvort Víkingur eða Breiðablik standi uppi Mjólkurbikarmeistarar!