Beint í efni
En
Áfram keppt um Mjólkurbikarinn

Áfram keppt um Mjólkurbikarinn

Undirritaður hefur verið samningur milli Mjólkursamsölunnar og Sýnar hf. þess efnis að bikarkeppnir karla og kvenna í knattspyrnu heiti áfram Mjólkurbikarinn næstu tvö árin. Mjólkurbikar karla hefst 8. apríl og Mjólkurbikar kvenna 29. apríl. Úrslitaleikirnir verða svo 2. október hjá körlunum og 29. ágúst hjá konunum.   Ari Edwald, forstjóri MS, Guðni Bergsson, formaður KSÍ og Heiðar Jónsson, forstjóri Sýnar, skáluðu í mjólk þegar samningurinn var undirritaður í húsakynnum KSÍ á dögunum og óhætt að segja að þremenningarnir hlakki til spennandi fótboltasumars.