
Lengdu sumarið með abt mjólk með sítrusávöxtum og múslí
Abt-mjólkina frá MS þekkja margir en áferðamjúk og bragðgóð jógúrtin inniheldur hina heilnæmu a- og b-gerla sem treysta mótstöðuafl líkamans í meltingarvegi og gera þannig óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar. Abt mjólk með sítrusávöxtum og múslí er nýjasta nýtt í vörulínunni en um er að ræða létta og ljúfa jógúrt með góðum gerlum og góðu bragði þar sem stökkt kornið setur svo punktinn yfir i-ið. Abt mjólk hentar vel í nesti, sem léttur morgunmatur eða millimál og fæst nú í þremur bragðtegundum; sítrus, jarðarberja og vanillu.
Lengdu sumarið með abt mjólk með sítrusávöxtum og múslí en þessi spennandi bragðtegund verður aðeins fáanleg í takmarkaðan tíma.