Beint í efni
En

Ab mjólk fæst nú með vanillu

Nýjar umbúðir fyrir ab-mjólk eru komnar í verslanir og samhliða umbúðabreytingunni bjóðum við nú upp á nýja bragðtegund og kynnum til leiks ab-mjólk með vanillu. Á meðan margir kjósa hreina ab-mjólk eru aðrir sem vilja hana bragðbætta og er því gaman að geta nú boðið upp á ab-mjólk með vanillu til viðbótar við hina vinsælu ab-mjólk með jarðarberjum. Ab-mjólk með vanillu inniheldur eins og aðrar ab-vörur frá MS heilnæma a- og b- gerla sem stuðla að hámarksnýtingu kalks í líkamanum og treysta jafnframt mótstöðuafl líkamans gegn ýmsum tilfallandi sýkingum og sjúkdómum.

Nýja vanillu ab-mjólkin er mild og einstaklega bragðgóð og hentar þannig vel með ávöxtum og múslí, í bakstur og boost eða í frosið jógúrt snakk. Finndu þitt jafnvægi með ab-mjólk því góður dagur hefst með góðum gerlum.

Gott í matinn mælir með tveimur nýjum uppskriftum þar sem ab-mjólk er í aðalhlutverki:

Gróft spelt- og hafrabrauð með graskersfræjum

Næturgrautur með ab mjólk og chia fræjum