Mannauður

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og þar starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins 412, þ.e. í lok árs 2014, en starfsstöðvar fyrirtæksins eru á fimm stöðum á landinu: Reykjavík, Selfossi, Akureyri, Búðardal og Egilsstöðum. Bakgrunnur starfsmanna er ólíkur sem og fagmenntun þeirra, en fjölbreytileikinn skilar sér í spennandi og margþættu vinnuumhverfi. Mannauðurinn er jú ein mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og mikið er lagt upp úr því að taka vel á móti nýjum starfsmönnum þar sem fólki er hvorki mismunað vegna kynferðis eða annarra þátta.

Það er markmið Mjólkursamsölunnar að hjá félaginu starfi á hverjum tíma hæfir og metnaðarfullir starfsmenn. Félagið leggur áherslu á gott og hvetjandi vinnuumhverfi og að starfsmenn fái tækifæri til að eflast og þroskast í starfi. Starfsfólk er hvatt til að efla færni sína í takt við þær kröfur sem gerðar eru til félagsins og þrátt fyrir krefjandi vinnuumhverfi er Mjólkursamsalan að sama skapi skemmtilegur vinnustaður þar sem starfsfólki líður vel.