Skipurit

Starfsmenn MS

Markmið Mjólkursamsölunnar er að þar starfi á hverjum tíma hæfir og metnaðarfullir starfsmenn sem búa yfir þekkingu og færni í sínu starfi. Fyrirtækið leggur áherslu á liðsheild, samheldni og gott og hvetjandi vinnuumhverfi. Mikilvægt er að starfsmenn fái tækifæri til að eflast og þroskast í starfi og þeir eru hvattir til að auka færni sína í takt við þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins. Markviss upplýsingagjöf innan fyrirtækisins stuðlar að góðum starfsanda og starfsvitund meðal allra starfsmanna.