Beint í efni
En

Rík af mannauð um allt land

Hjá Mjólkursamsölunni starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Alls eru starfsmenn fyrirtækisins tæplega 450 en starfsstöðvar fyrirtæksins eru á fimm stöðum á landinu: Reykjavík, Selfossi, Akureyri, Búðardal og Egilsstöðum.

MS sem vinnustaður

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og óhætt að segja að ein helsta auðlind MS sé mannauðurinn. Meginmarkmið okkar er ánægt starfsfólk sem hefur skýra ábyrgð og góða sérþekkingu á sínu sviði sem saman vinnur sem ein liðsheild að markmiðum fyrirtækisins.

Starfsfólk

Við þurfum fjölbreyttan hóp starfsfólks til að koma mjólkurvörunum okkar á markað og má þar nefna mjólkurfræðinga, bílstjóra, matvælafræðinga, verkstjóra, sölufulltrúa, vörukynna, skrifstofu- og markaðsfólk.

Gildin okkar

Við höfum fjögur gildi að leiðarljósi í öllu okkar starfi og þrátt fyrir að vinna ólík störf víðsvegar um landið erum við saman í liði og vinnum að sömu markmiðum.

Við þurfum fjölbreyttan hóp starfsfólks með hæfileika, menntun og reynslu á ýmsum sviðum því það þarf að sinna margskonar störfum til að koma mjólkurvörum á markað til dæmis; mjólkurfræðinga, sérfræðinga í gæðaeftirliti, bílstjóra, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúa, vörukynna, markaðsfólk, þjónustufulltrúa, verkafólk við framleiðslu og pökkun, skrifstofufólk og aðra sérfræðinga.

Erum við að leita að þér?

Vilt þú ganga til liðs við öflugan hóp starfsmanna Mjólkursamsölunnar og vinna í fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi? Kannski erum við einmitt að leita að þér og viljum við því eindregið hvetja þig til að kanna hvort það séu laus störf í boði. Við tökum enn fremur vel á móti almennum umsóknum og hlökkum til að heyra frá þér.