Dregið úr sykri í mjólkurvörum
Markvisst unnið að því að draga úr sykri í núverandi vöruflokkum
Í vöruþróunarstarfi undanfarinna ára hjá Mjólkursamsölunni hefur mikil áhersla verið lögð á sykurminni vörur og hefur verið dregið úr sykri í fjölmörgum bragðbættum vörum sem þegar voru á markaðnum ásamt því að bæta við nýjungum þar sem leitast var við að halda sykrinum í lágmarki. Á undanförnum árum hafa nokkrar slíkar vörur litið dagsins ljós, eins og sykurskert Kókómjólk og sykurminna Skólajógúrt, auk þess sem dregið hefur verið úr sykri í vöruflokkum á borð við Skyr.is, Óskajógúrt og Húsavíkurjógúrt.
Vöruþróunarteymi MS leggur áherslu á að bjóða neytendum upp á fjölbreytt vöruúrval og MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.
Í töflunni hér að neðan má sjá hvernig tekist hefur að minnka sykurinn í núverandi vöruflokkum MS án þess þó að það dragi úr bragðgæðum vörunnar.
Sykur minnkaður kerfisbundið í flestöllum núverandi vöruflokkum frá 2012-2015
Aðrar vörur eins og Engjaþykkni, Hrísmjólk og Smámál hafa verið sett undir eftirréttalínu MS, MS eftirréttir.
Fleiri algengar spurningar og svör
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.