Nýyrðasamkeppnin

Banastrik

Í banastuði á banastriki?

Emma var komin á ískrandi banastrik. Ef ritgerðin ætti að vera tilbúin á skiladegi reiknaðist henni til að hún yrði að skrifa fimm hundruð og sautján orð á klukkustund – eða rúm þrjú þúsund slög með bilum. Og henni kom ekkert til hugar nema bil.

Banastrik er tilraun til að íslenska enska orðið „deadline“. Einnig hafa heyrst orðin banalína og dauðalína, auk þess sem skiladagur stendur fyrir sínu þótt orðið eigi ekki alltaf við.

Veldu nýyrði


Athugasemdir

Fullt nafn

Netfang