Nýyrðasamkeppnin

Adda

Vina, klukka, snara

Njáll á 756 vini á Fésbók. Þar af hefur hann vinað 170 sjálfur en hinir hafa aftur á móti klukkað hann. Margir af virkustu vinum Njáls hafa bætt við sig heimskunnu fólki um allar koppagrundir, til dæmis snaraði Gunnar nýverið Skarphéðin og Hallgerður lokkaði Bergþóru sem Njáll hafði sjálfur addað og í kjölfarið kvænst.

Nýyrðið að adda er einkum notað á fésbók þegar einhver bætir við sig fésbókarvini. Enda þótt sögnin falli ágætlega að íslensku málkerfi mætti orða þetta með ýmsum hætti eins og fram kemur hér að ofan, t.d. að vina, klukka, snara o.s.frv. Hverju finnst þér fara best á?

Veldu nýyrði

Athugasemdir

Fullt nafn

Netfang