Listi yfir orðtök/orðatiltæki
Afturfætur
Eitthvað gengur á afturfótunum hjá einhverjum
Eitthvað kemur afturfótunum út úr
Að reisa sig upp á afturfæturna/
Að rísa upp á afturfótunum
Agn
Að bíta á agnið
Að leggja agn fyrir einhvern
Að sjá við agninu
Aka
Að aka höllu fyrir einhverjum
Að vera úti að aka
Það á ekki úr að aka
Það er nærri einhverjum ekið
Að aka seglum eftir vindi
Akur
Eitthvað er óplægður akur
Eitthvað fer eins og logi yfir akur
Að plægja akurinn
Alda
Að láta ölduna brotna á sér
Að lægja öldurnar
Að sjá/vita hvaðan aldan er runnin
Að vera á annarri öldu
Öldurnar lægir
Andlit
Að bjarga andlitinu
Eitthvað er hnefahögg í andlitið á einhverjum
Að missa andlitið
Að taka sig saman í andlitinu
Að sýna sitt rétta andlit
Auga
Augu einhvers opnast fyrir einhverju
Eitthvað er einhverjum þyrnir í augum
Eitthvað liggur í augum uppi
Einhverjum blæðir eitthvað í augum
Einhverjum er mjótt á milli augna
Að sjá flísina í auga bróður síns/annars (en ekki bjálkann í eigin auga)
Baggi
Að bera bagga einhvers
Að bera ekki vitið í böggum
Að binda ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir
Að binda einhverjum bagga
Eitthvað er einhverjum þungur baggi
Bak
Að brjóta eitthvað/einhvern á bak aftur
Eitthvað bítur einhvern í bakið
Eitthvað býr/liggur að baki
Eitthvað kemur í bakið á einhverjum
Að ganga á bak orða sinna
Að leggja hæla(na) á bak
Að snúa baki við einhverjum
Að vera ekki af baki dottinn
Bakki
Að berjast í bökkum
Að klóra í bakkann
Að standa á berum bökkum
Banaspjót
Að berast á banaspjót
Band
Böndin berast að einhverjum
Böndin bresta
Eitthvað er laust í böndunum
Allt fer úr böndunum
Einhverjum halda engin bönd
Að koma böndum á eitthvað
Að vera á bandi einhvers
Barn
Að fleygja/kasta/varpa barninu (út) með baðvatninu
Að gera barn í söguna fyrir einhverjum
Óhreinu börnin hennar Evu
Að vera ekki barnanna bestur
Að verða ekki barnið blauta
Það er ekki við börn/barnið að berjast
Bátur
Að draga á bátinn
Að gefa eitthvað/einhvern upp á bátinn
Að leggja árar í bát
Að renna bát sínum í steininn
Að vera einn á báti
Það er komið babb í bátinn
Bein
Að bera beinin (einhvers staðar)
Eitthvað er sem eitur í beinum einhvers
Eitthvað er runnið einhverjum í merg og bein
Að eiga í einhverjum hvert bein
Að fá beinið með bitanum
Að hafa bein í nefinu
Að skjálfa á beinunum
Að taka einhvern á beinið
Beisli
Að kippa í beislið
Að sleppa fram af sér beislinu
Bekkur
Að skipa sér á bekk með einhverjum
Skörin er farin að færast upp á bekkinn
Biti
Eitthvað er erfiður biti að kyngja
Þar fór góður biti í hundskjaft
Bjarg
Eitthvað er reist á bjargi
Að fara fyrir björg
Að vera reiðubúinn að ganga fyrir björg fyrir einhvern
Björn
Björninn er vaknaður af dvalanum
Nú er björninn unninn
Það er kominn köttur í ból bjarnar
Blað
Engum blöðum er um eitthvað að fletta
Að hafa blað fyrir munni
Að snúa við blaðinu
Að vera óskrifað blað
Blóð
Blóðið frýs í æðum
Eitthvað hleypir illu blóði í einhvern
Eitthvað kostar blóð, tár og svita
Einhverjum rennur blóðið til skyldunnar
Að gera eitthvað með köldu blóði
Hendur einhvers eru blóði drifnar
Blóm
Í blóma lífsins
Að lifa eins og blóm í eggi
Borð
Að bera eitthvað á borð fyrir einhvern
Að berja í borðið
Að gera eitthvað í orði en ekki á borði
Að leggja spilin á borðið
Að sitja báðum megin borðsins
Að sitja við sama borð
Að sjá sér leik á borði
Botn
Botninn dettur úr einhverju/einhverjum
Að komast til botns í einhverju
Þegar öllu er á botninn hvolft
Dansa
Að dansa eftir höfði einhvers
Að dansa kringum gullkálfinn
Dauði
Fram í rauðan dauðann
Að lepja dauðann úr skel
Að vera ekki dauður úr öllum æðum
Detta
Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði
Það dettur hvorki né drýpur af einhverjum
Draugur
Að kveða niður draug
Að vekja upp gamlan draug
Eftirbátur
Að vera (enginn) eftirbátur einhvers
Eftirdrag
Að vera með/hafa eitthvað í eftirdragi
Egg
Eggið ætlar að fara að kenna hænunni
Að fara með eitthvað/einhvern eins og óskurnað egg
Að setja/leggja öll egg sín í eina/sömu körfu
Eldraun
Að ganga í gegnum eldraun
Að standast eldraun(ina)
Eldur
Eitthvað breiðist út/ berst út/ fer eins og/ eldur í sinu
Eitthvað er eins og falinn eldur
Einhverjum fellur allur ketill í eld
Epli
Að bera saman epli og appelsínur
Að verða/þurfa að bíta í það súra epli
Far
Að gera sér far um eitthvað
Að hjakka í sama farinu
Féþúfa
Að gera sér eitthvað að féþúfu
Að hafa einhvern/eitthvað að/fyrir féþúfu
Fingur
Að brenna á sér fingurna/puttana
Að fetta fingur út í eitthvað
Að græða á tá og fingri
Að leika við hvern sinn fingur
Að lyfta ekki (litla)fingri
Fiskur
Eitthvað er ekki upp á marga fiska
Eitthvað er hvorki fugl né fiskur
Að vera eins og fiskur/þorskur á þurru landi
Þar/hér liggur fiskur undir steini
Fjöll
Eitthvað gengur fjöllunum hærra
Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs
Að koma af fjöllum
Fjara
Eitthað rekur/ber (upp) á fjörur
Að fara á fjörurnar við einhvern
Að finna einhvern í fjöru
Að hafa marga fjöruna sopið
Að verða einhverjum fiskur í fjöru
Fjöður
Að draga fjöður yfir eitthvað
Eitthvað ber feigðina í fjöðrum sér
Eitthvað er skrautfjöður í hatt einhvers
Að skreyta sig með stolnum fjöðrum
Að vera farinn að fella fjaðrirnar
Fótur
Að gefa einhverjum/einhverju undir fótinn
Að gera sér langan skó á lítinn fót
Að hafa fast land undir fótum
Að kippa fótunum undan einhverju
Að koma á fjórum fótum til einhvers
Að koma einhverju á fót
Að koma fótunum undir sig
Að koma niður á fæturna
Gamall
Að vera gamall í hettunni/roðinu
Garður
Eitthvað er svo í garð búið
Eitthvað er vel/illa úr garði gert
Eitthvað fer fyrir ofan garð og neðan
Eitthvað gengur í garð
Að gera garðinn frægan
Gata
Að eiga greiða götu (inn í eitthvað)
Að leggja stein í götu einhvers
Að setja einhvern út á götuna
Glerhús
Að kasta steinum úr glerhúsi
Glóð
Að blása í glæðurnar
Að hugsa sér gott til glóðarinnar
Að kasta einhverju á glæður
Að vera eins og á glóðum
Grafarbakki
Að vera kominn á grafarbakkann
Gras
Að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum
Að leggjast á gras
Að vaxa úr grasi
Að vera á næstu grösum
Gríma
Að sjá undir grímuna
Að kasta grímunni
Tvær grímur renna á einhvern
Grýla
Að gera sér grýlu út af einhverju
Að hafa/nota eitthvað fyrir/sem grýlu (á einhvern)
Gröf
Frá vöggu til grafar
Að grafa sína eigin gröf
Að snúa sér við í gröfinni
Út yfir gröf og dauða
Að vera með annan fótinn í gröfinni
Gullhamrar
Að slá einhverjum gullhamra
Gæs
Eitthvað er eins og að skvetta vatni á gæs
Að grípa gæsina (meðan hún gefst)
Hali
Að leika lausum hala
Að sletta úr hala
Haltur
Haltur leiðir blindan
Handarbak
Að naga sig í handarbökin
Að þekkja eitthvað eins og handarbakið á sér
Hanski
Eitthvað fellur eins og hanski að hönd
Að kasta hanskanum
Að lauma skeifu í hanskann
Að taka upp hanskann fyrir einhvern
Harður
Eitthvað kemur úr hörðustu átt
Að koma hart niður
Að láta hart mæta hörðu
Með harðri hendi
Að vera harður í horn/hönd að taka
Hattur
Að éta hatt sinn upp á eitthvað
Að fá skömm í hattinn
Að hengja hatt sinn á eitthvað
Að setja alla/allt undir sama/einn hatt
Haus
Að berja hausnum við steininn
Að hengja hausinn
Að leggja höfuðið/hausinn/heilann í bleyti
Húð
Að ganga sér til húðar
Að gleypa eitthvað með húð og hári
Höfuð
Að bera höfuð og herðar yfir einhvern
Að bera hönd fyrir höfuð sér
Að berja höfðinu við steininn
Að bíta höfuðið af skömminni
Járn
Eitthvað stendur í járnum
Að hafa mörg járn í eldinum
Að hamra járnið meðan heitt er
Járnin brenna í eldinum hjá einhverjum
Að vera á góðum járnum
Að vera gráir fyrir járnum
Jörð
Eitthvað er eins og helvíti á jörðu
Eitthvað er eins og himnaríki á jörðu
Að hafa báða fætur á jörðunni
Jörðin brennur undir fótum
Að koma einhverjum/sér niður á jörðina
Kaf
Eitthvað kemur upp úr kafinu
Í miðju kafi
Kaka
Eitthvað er einhverjum kaka við rass
Eitthvað er í einni köku
Að éta alla kökuna
Kapp
Einhverjum hleypur kapp í kinn
Að gera eitthvað meira af kappi en forsjá
Að leggja allt kapp á eitthvað
Kast
Eitthvað er undir kasti komið
Eitthvað kemur til kasta einhvers
Að eiga í kasti við einhvern
Þegar til kastanna kemur
Kápa
Að bera kápuna á báðum öxlum
Einhverjum verður ekki kápan úr því klæðinu
Kné
Að ganga fyrir hvers manns kné
Að koma einhverjum á kné
Að láta kné fylgja kviði
Krókur
Að bíta á krókinn
Að hafa alla króka frammi
Að mata krókinn
Að láta krók koma á móti bragði
Köttur
Eitthvað er varla/ekki upp í nös á ketti
Eitthvað fer/er komið í hund og kött
Að fara í kringum eitthvað eins og köttur í kringum heitan graut
Að kaupa köttinn í sekknum
Það er kominn köttur í ból bjarnar
Lamb
Að launa einhverjum lambið gráa
Að vera ekkert lamb að leika sér við
Land
Eitthvað/einhvern ber aftur að sama landi
Eitthvað fer lönd og leið
Eitthvað getur borið til beggja landa
Að eiga langt í land með eitthvað
Að hafa fast land undir fótum
Leggur
Ekki er meira af þeim legg að skafa
Að hreyfa/hræra hvorki legg né lið
Að koma einhverju á legg
Að komast á legg
Leikbrúða
Að vera leikbrúða einhvers
Leiksoppur
Að hafa einhvern að leiksoppi
Leki
Að setja undir lekann
Að sjá við lekanum
Lest
Að heltast úr lestinni
Að reka lestina
Að vera með lík í lestinni
Maðkur
Það er maðkur í mysunni
Maður
Ertu maður eða mús?
Að sýna sinn innri mann
Að vera/þykja maður með mönnum
Magi
Að ganga með eitthvað í maganum
Að ganga/vera með steinbarn í maganum
Að lifa eftir munni og maga
Matur
Að eiga/hafa ekki málungi matar
Að gera sér mat úr einhverju (litlu)
Það er matur í einhverju
Mál
Eitthvað er málum blandið
Eitthvað fer ekki/ekkert á milli mála
Að halla réttu máli
Að miðla málum
Málbein
Eitthvað losar um málbeinið
Mergur
Að brjóta/kryfja eitthvað til mergjar
Eitthvað er mergur málsins
Eitthvað er runnið einhverjum í merg og bein
Að sjúga merginn úr einhverjum
Messa
Einhverjum verður (eitthvað) á í messunni
Að lesa einhverjum messuna
Munnur
Eitthvað er mikið í munni
Eitthvað fer vel í munni
Að hafa munninn fyrir neðan nefið
Að lifa frá hendinni til munnsins
Mynd
Að bregða upp mynd af einhverju
Að koma mynd á eitthvað
Nagli
Eitthvað er síðasti naglinn í líkkistu einhvers
Að hitta naglann á höfuðið
Að reka síðasta naglann í líkkistu einhvers
Naut
Að vera/hamast eins og naut í flagi
Það eru illa rekin nautin
Nál
Að bíta úr nálinni
Eitthvað er nýtt af nálinni
Eitthvað er eins og að leita að nál í heystakk(i)
Að þræða nálina
Nef
Fyrir framan nefið á einhverjum
Að gefa einhverjum/einhverju langt nef
Að hafa bein í nefinu
Að hafa gott nef fyrir einhverju
Að ná ekki upp í nefið á sér
Oddur
Að brjóta odd af oflæti sínu
Að etja oddi við einhvern
Að leika á als/(alls) oddi
Með oddi og egg/eggju
Það skerst í odda með einhverjum/milli einhverra
Olnbogabarn
Að vera olnbogabarn
Ormur
Hvað dvelur orminn langa ?
Að liggja á einhverju eins og ormur á gulli
Pappír
Eitthvað er svo á pappírnum/pappírunum
Að hafa alla pappíra í lagi
Að vera lélegur/ómerkilegur pappír
Páfi
Að gjalda páfanum skatt(inn)
Að taka hraðskák við páfann
Að tefla við páfann
Að vera kaþólskari en páfinn
Peð
Eitthvað er eitrað peð
Að vera lítið peð í tafli /valdatafli einhverra
Pera
Að fá eitthvað á peruna
Að kveikja á perunni
Það kviknar á perunni hjá einhverjum
Pilla
Eitthvað er einhverjum beisk pilla
Að senda/gefa einhverjum pillu
Pils
Að hanga í pilsum einhvers/pilsunum á einhverjum
Eitthvað hleypir veðri í pilsin
Að vera laus í pilsi
Pilsfaldur
Að skríða undan pilsfaldi
Að skríða undir pilsfaldinn hjá einhverjum
Pissa
Að pissa (upp) í bagga einhvers
Að pissa í skóinn sinn
Að pissa/míga utan í einhvern
Að pissa upp í vindinn
Poki
Að binda fyrir pokann
Að fá pokann sinn
Að hafa (ó)hreint mjöl í pokanum
Að láta í minni pokann (fyrir einhverjum)
Rass
Eitthvað fellur eins og flís við rass
Eitthvað verður minna og mjórra í rassinn
Að eiga ekki bót fyrir rassinn á sér
Einhverjum er eitthvað rétt/mátulega í rass rekið
Að fara/renna á rassinn með eitthvað
Að fara í rass og rófu
Refur
Að skjóta einhverjum ref fyrir rass
Reip
Að eiga við ramman reip að draga
Reykur
Eitthvað er aðeins reykurinn af réttunum
Að hafa reyk af einhverju
Að hafa/sjá hvorki veður né reyk af einhverju/einhverjum
Rif
Eitthvað er runnið undan rifjum
Einhverjum rennur eitthvað til rifja
Að hafa ráð undir rifi hverju
Roð
Að draga einhvern á einhverju eins og hund á roði
Eitthvað er rýrt/(þunnt) í roðinu
Eitthvað er eins og bögglað roð fyrir brjósti
Að hafa ekki roð við einhverjum
Rós
Að baða (ekki) í rósum
Eitthvað er enginn dans á rósum
Eitthvað er rós í hnappagat einhvers
Að segja eitthvað undir rós
Rúm
Einhverjum liggur eitthvað í litlu/léttu rúmi
Rúm einhvers er vandfyllt
Að ryðja sér til rúms
Ryk
Að dusta rykið af einhverju
Að slá/þyrla ryki í augu einhvers
Salt
Eitthvað liggur í salti
Eitthvað vegur salt
Að eiga ekki/naumast fyrir salti(nu) í grautinn
Að strá/dreifa salti í sárin
Sandur
Að bölva einhverjum í sand og ösku
Eitthvað er byggt á sandi
Eitthvað er skrifað í sandinn
Eitthvað rennur út í sandinn
Sauðahjörð
Að vera eins og úlfur í sauðahjörð
Sauður
Að skilja/greina sauðina frá höfrunum
Týndi sauðurinn
Að vera eins og villuráfandi sauður
Sár
Að eiga um sárt að binda
Einhvern tekur sárt
Að sitja eftir með sárt enni(ð)
Segl
Að haga/aka seglum eftir vindi/(veðri)
Að draga saman seglin
Eitthvað fær (mikinn/lítinn) byr/(vind) í seglin
Silfur
Að elda grátt silfur (við einhvern)
Að líta öðrum augum silfrið
Að fá eitthvað á silfurbakka/(silfurfati)
Sjór
Allt er í grænum sjó
Að hafa aldrei migið í saltan sjó
Að láta einhvern sigla sinn sjó
Að renna blint í sjóinn
Skjöldur
Að hafa hreinan skjöld
Að koma einhverjum í opna skjöldu
Að leika tveimur skjöldum
Skott
Að draga (á eftir sér) skottið
Að elta/eltast við skottið á sjálfum sér
Að leggja niður skottið
Að vera með skottið á milli lappanna
Skratti
Að koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum
Eins og skrattinn sjálfur
Að mála skrattann á vegginn
Smjör
Áfram með smjörið
Að gera sig (allan) að smjöri
Að verða eins og bráðið smjör (í sólskini)
Að verða að smjöri
Það drýpur smjör af hverju strái
Snúður
Að fá/hafa eitthvað fyrir sinn snúð
Að setja upp snúð
Steinn
Að berja höfðinu við steininn
Að bíta í steininn
Ekki stendur steinn yfir steini
Að kasta steinum úr glerhúsi
Að leggja stein í götu einhvers
Stjörnur
Eitthvað stendur í stjörnunum
Með stjörnur í augum
Stjarna einhvers hækkar/rís
Stormur
Að hafa storminn í fangið
Lognið á undan storminum
Stormur stendur um einhvern/eitthvað
Stóll
Að setja einhverjum stólinn fyrir dyrnar
Að steypa einhverjum af stóli
Svell
Einhverjum verður halt á (því) svellinu
Að vera (ekki) sterkur á svellinu
Að vera veikur á svellinu (í einhverju)
Taugar
Eitthvað fer í (fínu) taugarnar á einhverjum
Eitthvað reynir á taugarnar
Að hafa sterkar taugar
Taumur
Að draga taum einhvers
Að ganga í tauma
Að gefa einhverjum/einhverju lausan tauminn
Að halda fast í tauma(na)
Tá
Að græða á tá og fingri
Að komast vel í tána
Að setja upp tærnar
Að troða einhverjum um tær
Tevatn
Að fá til tevatnsins
Að láta einhvern finna til tevatnsins
Tjald
Eitthvað gerist á bak við tjöldin
Að gera eitthvað fyrir opnum tjöldum
Tjaldið fellur/er fallið
Tröll
Að glápa á eitthvað eins og tröll í heiðríkju
Að vera tryggur eins og tröll
Að vera týndur og tröllum gefin
Tunga
Eitthvað leikur (ekki) á tveimur tungum
Einhverjum stendur tunga í tönn (að gera eitthvað)
Einhverjum vefst tunga um tönn
Einhverjum verður fótaskortur á tungunni
Tönn
Allt sem tönn á festir
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn
Að draga úr einhverjum/einhverju tennurnar
Grátur og gnístran tanna
Uppreisn
Að fá uppreisn æru
Uppsigaður
Einhverjum er uppsigað við einhvern
Utan
Að kunna eitthvað utan að
Að sjá einhvern að utan en ekki innan
Að vera/lenda utangarðs
Úlfaldi
Eitthvað tekur kryppuna úr úlfaldanum
Að gera úlfalda úr mýflugu
Úlfur
Að hrópa úlfur, úlfur
að vera eins og úlfur í/(undir) sauðargæru
Vað
Að hafa vaðið fyrir neðan sig
Að ríða á vaðið (með eitthvað)
Að skipta um hest á miðju vaði
Vaka
Að halda vöku sinni
Að láta eitthvað ekki halda fyrir sér vöku
Vald
Eins og sá sem valdið hefur
Einhverjum er eitthvað í sjálfs vald sett
Upp úr öllu valdi
Valdastóll
Að komast á valdastól
Að sitja á valdastóli
Vangi
Að bjóða hinn vangann
Að velta vöngum yfir
Að vera þunnur á vangann
Varaskeifa
Að hafa einhvern fyrir/(sem) varaskeifu
Vaskur
Eitthvað fer í vaskinn
Vatn
Að ausa einhvern vatni
Að drepa/dýfa ekki hendinni í kalt vatn
Eitthvað er eins og (að) skvetta/stökkva vatni á gæs
Eitthvað svífur yfir vötnum
Vegur
Eitthvað má til sanns vegar færa
Einhverjum eru allir vegir færir
Að fara villu vega/vegar
Að koma í veg fyrir eitthvað
Veiði
Eitthvað er sýnd veiði en ekki gefin
Nú ber vel í veiði
Vindur
Að halda hvorki veðri né vindi
Að láta eitthvað sem vind um eyrun þjóta
Að vera eins og strá í vindi
Yfirborð
Eitthvað kemur upp á yfirborðið
Undir yfirborðinu
Yfirhönd
Að hafa/fá yfirhöndina
Að ná yfirhöndinni
Þing
Það er þröng/(þröngt) á þingi
Að vera í þingum við konu
Þjófur
Eins og þjófur á nóttu
Þolrif
Að reyna á þolrif einhvers
Þraut
Að berjast til þrautar
Eitthvað er þrautin þyngri
Þráður
Eitthvað er rauði þráðurinn í einhverju
Eitthvað hangir á bláþræði
Eitthvað leikur á þræði
Æð
Að fá /skynja eitthvað beint í æð
Að keppast við í und og æð
Að vera ekki dauður úr öllum æðum
Æði
Eitthvað er óðs manns æði
Ægishjálmur
Að bera ægishjálm yfir einhvern
Öldudalur
Að vera í öldudal
Önd
Að gefa upp öndina
Að standa á öndinni
Að varpa öndinni léttar
Að vera með öndina í hálsinum
Öngull
Að bera öngulinn í rassinum
Að setja einhvern í öngulinn
Öxl
Einhverjum eru báðar hendur við axlir fastar
Að horfa/líta um öxl
Að reisa sér hurðarás um öxl
Að standa á öxlum einhvers
Að yppta öxlum
Orðtök/orðatiltæki þessi eru fengin úrbókinni Íslensk orðatiltæki MERGUR MÁLSINS uppruni, saga og notkun.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.