Fernuflug I - 2001
Unglingum í þremur efstu bekkjum grunnskólans var boðið að spreyta sig á því að skrifa ljóð eða örsögur til birtingar á mjólkurfernum. 64 textar eftir þá voru valdir til birtingar og er hægt að sjá þá alla á síðunni „Myndir og textar á mjólkurfernum“.
Verðlaun voru afhent í hófi hjá Mjólkursamsölunni 15. apríl 2002.
Allt frá árinu 1987 hefur félagið Börn og bækur – Íslandsdeild IBBY veitt einstaklingum og stofnunum viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi.
Íslandsdeild IBBY veitir Mjólkursamsölulnni verðlaun fyrir Fernuflugið.
Guðrún Hannesdóttir í stjórn Íslandsdeildar IBBY kynnti Fernuflug, IBBY þótti sérstök ástæða til að verðlauna þetta framtak sem gerir ungu fólki kleift að koma hugsmíðum sínum á framfæri á óvenjulegan hátt. Þótti framtakið leiða til aukins áhuga á ljóðagerð og ljóðalestri landsmanna, yngri sem eldri.
Guðlaugur Björgvinsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd MS í Norræna húsinu hinn 11. maí árið 2003.
IBBY er skammstöfun á enska heitinu The International Board on Books for Young People en það eru alþjóðleg samtök. IBBY deildir eru nú í 60 ríkjum víðs vegar um heim.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.