Smámál með karamellu - ný bragðtegund
Smámálið með súkkulaðibragðinu þekkja margir og hefur það átt sinn sess sem eftirréttur eða millimál hjá mörgum í fjölda ára. Smámál verður nú hluti af eftirréttalínu Mjólkursamsölunnar en þar eru ostakökurnar landsþekktar.
Nú er komin ný bragðtegund, Smámál með karamellum. Um áramóti fær súkkulaðismámálið andlitslyftingu og fær sama útlit og ofangreint smámál.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.