Skagfirskur Sveitabiti -Nýjung
Á næstu dögum hefst sala og dreifing á fyrstu ostanýjung ársins frá Mjólkursamsölunni, mildur og bragðgóður skagfirskur Sveitabiti.
Sveitabitinn er einstaklega mjúkur ostur og mun mýkri en sambærilegir fastir brauðostar sem eru á markaðnum í dag.
Sú nýjung er í umbúðahönnun Sveitabitans að upplýsingar um ostinn: innihald, verð, þyngd og fl. er að finna á miða undir umbúðunum (á bakhlið ostsins)
Osturinn verður seldur í ca. 1,2 kg stykkjum í öllum helstu verslunum landsins.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.