Nýtt kolvetnaskert Kea skyr með kókos
KEA skyrið er vinsælt og bragðgott skyr með Íslendingar þekkja vel og nú hefur ný bragðtegund bæst í flóruna. Nýja skyrið er með kókosbragði og kemur í 200 g dósum með skeið í lokinu. Skyrið er kolvetnaskert og helmingi sykurminna en áður, en notuð er stevía að hluta til sem gefur skyrinu ákveðið sérkenni í vöruflokknum. Kolvetnin eru aðeins 7,6g í hverjum 100 g og hver dós hefur að geyma rúmlega 23 g af próteini.
KEA skyrið fæst í fjölmörgum bragðtegundum svo auðvelt er fyrir neytendur að finna bragð við sitt hæfi.
![]() |
Nýtt KEA skyr með kókosbragði |
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.