Nýtt frá MS - Léttur Smjörvi
Væntanlegur er á markað Léttur Smjörvi, fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum.
Í maí fer einnig hefðbundni Smjörvi í nýjar umbúðir sem eins og gömlu umbúðirnar eru umhverfisvænar og hægt er að flokka til endurvinnslu.

Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.