Nýjung frá MS - Dala hringur
Nýr mygluostur á markað fyrir páska !
Unnendur hvítmygluosta hafa nú nýtt afbrigði úr að velja en á markaðinn er kominn nýr hvítmygluostur frá Mjókursamsölunni, Dala hringur, osturinn er hringlaga hvítmygluostur (penicillium candidum) þar sem búið er að fjarlægja kjarna ostsins og er hann með gati í miðjunni. Lögunin á Dalahring gerir það að verkum að hann þroskast hraðar og verður fyrr tilbúinn til neyslu en aðrir mygluostar á markaði. Osturinn er bragðmildur, mjúkur og kærkomin viðbót í mygluostaflóruna.
Í nafninu Dalahringur er auk lögunar ostsins skírskotað til Dalanna og Búðardals þar sem hann er framleiddur ásamt öllum mygluostum í flóru íslenskra desertosta.
Osturinn er nú fáanlegur í öllum helstu matvöruverslunum landsins.
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.