MS rjómi með tappa
MS rjóminn í 1/2 L umbúðum er nú með tappa. Þessar breytingar fela í sér aukin þægindi fyrir neytendur enda verður nú auðveldara að nota rjómann og geyma eftir notkun. Jafnframt eykst geymsluþol rjómans í 12 daga. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir þessu auknu þægindi er verðið áfram óbreytt. Tappinn hefur engin áhrif í endurvinnslu og ekki þarf að taka tappann af áður en umbúðunum er skilað inn til endurvinnslu.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.