Mjólkin gefur styrk
Í október renna 30 krónur af hverri seldri fernu af D-vítamínbættri léttmjólk til tækjakaupa fyrir Landspítalann. Markmiðið er að safna 15 milljónum og verða þær nýttar til að stórbæta tækjabúnað og starfsaðstöðu á bæklunarskurðdeild Landspítalans.
Af því tilefni hefur D-vítamínbætt léttmjólk tímabundið verið klædd í sparibúning, en hún er ennþá sama holla kalkríka mjólkin. Fernuna prýðir málverk eftir íslensku listakonuna Gunnellu sem ber heitið Auðhumla.
#mjolkingefurstyrk
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.