Hleðsla með kókos og súkkulaði
Hafin er sala og dreifing á nýrri bragðtegund í Hleðslu í 250 ml dósum, Hleðsla með kókos og súkkulaði.
Hleðsla inniheldur hágæða mysuprótein og kolvetni til hleðslu sem henta vel eftir æfingar og einnig sem millimáltíð.
Hleðsla í 250 ml dósum fæst nú í þremur bragðtegundum, kókós/súkkulaði, jarðarberja og vanillu. Einnig er Hleðsla fáanleg í 250 ml fernum, í tveimur bragðtegundum, jarðarberja og létt karamellubragð.
Skammturinn inniheldur 22 g af 100% hágæða mysupróteinum sem eru talin henta sérstaklega vel til vöðvauppbyggingar auk annarra mikilvægra eiginleika.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.