Dala Feta - 20% meira magn en sama verð
Dala Feta línan er komin í nýjar umbúðir. Umbúðirnar eru notendavænni og með víðara opi svo auðveldara er að ná ostinum úr glösunum. Nýju umbúðirnar eru stærri eða 325 gr og því hefur magnið verið aukið um 20%. Rúsínan í pylsuendanum er þó að verðið mun haldast óbreytt frá því sem hefur verið.
Um er að ræða fjórar tegundir af Dala Feta; Dala Feta í kryddolíu, Dala Feta með tómötum og ólífum, Dala Feta með sólþurrkuðum tómötum og Dala Feta með hvítlauk og kóríander
Í hverju glasi eru 170 g af osti og 155 g af kryddaðri olíu.
Dala-Feta er tilvalinn í salöt, sem snarl með ólífum, í ídýfur og í ýmsa gríska rétti og matargerð. Einnig er hann góður í ofnbakaða rétti og á pizzur svo fátt eitt sé talið upp.
Í tilefni nýrra umbúða munum við keyra á lukkunúmeraleik, en lukkunúmer er prentað á bakhlið miðans og kemur númerið í ljós þegar innihald í krukkunni minnkar. Á ostur.is er síðan hægt að slá númerið inn í þar til gerðan reit og viðkomandi sér strax hvort hann hefur unnið eða ekki.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.