Mysudrykkir. Hágæða náttúruleg hollusta

09.04.2008

Í hugum Íslendinga er mysa gjarnan tengd við súran þorramat.  En mysan er í raun þrælholl og góð til neyslu. Mysa er hinn besti svaladrykkur og er góður við þorsta.

MysudrykkurHvað er mysa?
Mysa verður til við skyrgerð. Í henni eru mjólkursýrugerlar sem kljúfa mjólkursykur og mynda mjólkursýru. Þess vegna getur mysa orðið eldsúr. Öldum saman var mysa svaladrykkur Íslendinga og notuð til að sýra kjöt og fiskmeti til lengingar á geymsluþoli. Mysa inniheldur mysuprótein en þeim hafa verið ætluð margvíslegir heilsusamlegir eiginleikar, t.d. til vöðvauppbyggingar, til lækkunar háþrýstings og ýmislegt fleira mætti telja.

Hollusta mysunnar
Mjólkurafurðir eru mikilvægar á sviði svokallaðra markfæðis og til er mikið magn af mjólkurvörum sem hafa góð áhrif á heilbrigði.

Í mjólk og mjólkurafurðum eru svokallaðar heilsugerlar eða  mjólkursýrugerla sem samkvæmt rannsóknum eru taldar hafa jákvæð áhrif á bæði heilsu og vellíðan. Vísindamenn hafa fundið um 60 ensím og önnur lífvirk prótein og fitusýrur í mjólk sem hafa jákvæð áhrif á heilsuna.
Fjölmargar markfæðisvörur unnar úr mjólkurafurðum sem eru á markaðnum hafa m.a. áhrif á meltingar- og ónæmiskerfið. Ýmsir fleiri heilsutengdir eiginleikar hafa verið eignaðir mjólkurpróteinum og þá sérstaklega mysupróteinum, eins og t.d. áhrif til lækkunar háþrýstings og þyngdarstjórnunar.

Hér eru nokkrir hollir mysudrykkir sem við mælum með. Þessir drykkir eru allir prófaðir af meistarakokki og renna því ljúft niður.

Mysuhrollur
1,5 dl mysa
1,5 dl léttur jógúrtdrykkur með stjörnuávexti og ferskju
1 stk niðursoðinn pera
½ dl safi af niðursoðnu perunni
Nokkrir ísmolar
Allt sett í blandara og mixað með klaka

Berjamysa
1,5 dll mysa
1,5 dl trönuberjasafi
1 dl frosinn hindber
1 msk hlynsíróp
Nokkrir ísmolar

Mangómysa
1 dl mysa
1 dl hreinn mango safi
½ dl frosnir mangóbitar
1 dl hreint appelsínuþykkni
Nokkrir ísmolar

Mysu blíða
1,5 dl mysa
1 dl hreinn ástaraldinsafi
1 dl Skyr.is drykkur mangó og ástaraldin


 

Fleiri heilsugreinar