Mjólk - náttúruleg hollustuvara
Náttúrulegir hollustueiginleikar mjólkur og mjólkurafurða eru vel studdir af vísindum og undanfarin misseri hefur áhugi á próteinríkum mjólkurafurðum aukist. Enn fremur hefur áhugi vísindasamfélagsins á mjólkurvörum sem heilsuvöru farið vaxandi þar sem um er að ræða vöru með náttúrulega innbyggðum hollustueiginleikum. Neikvæð ímynd mjólkurfitu, sem haldið var stíft á lofti síðustu áratugi af hálfu næringarfræðinga og annarra sérfræðinga, hefur nú lotið í lægra haldi fyrir þeirri staðreynd að það hefur verið vísindalega sannað að neysla mjólkurvara hefur raunveruleg heilsubætandi áhrif (Journal of Nutrition, 11;2012 og American Journal of Public Health, 7;2013).
Samkvæmt nýlegum rannsóknum, þar sem tæplega 34.000 konum á aldrinum 48-83 ára var fylgt eftir í rúm 11 ár, var sýnt fram á að samband heildarneyslu mjólkurvara og neyslu osta var neikvætt við hjartaáföll, þ.e. neysla mjólkurafurðanna hafði verndandi áhrif. Önnur rannsókn sýndi jafnframt að meiri neysla mettaðrar mjólkurfitu var tengd minni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þessar niðurstöður styðja þörf á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurfitu, einstakra fitusýra í mjólk og mjólkurvara í heild á hjarta- og æðasjúkdóma, sem vonandi verður unnið að á komandi misserum.
(Dairy Industries International, 1;2014)
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.